Dómsmálaráðherra segir samstöðu vera innan ríkisstjórnarinnar um að efla lögregluna svo hún ráði betur við þær aðstæður sem blasa við í undirheiminum hér á landi.
Fangelsismálastjóri segir hörku og vopnaburð innan fangelsanna hafa aukist til muna. Fangaverðir séu í meiri hættu en áður. Tveir sitja nú í gæsluvarðhaldi sem er met.
Formaður Afstöðu, félags fanga á Íslandi segir fangelsiskerfið vera gjaldþrota hér á landi – og stjórnvöld fari þar í þveröfuga átt en nágrannaþjóðir. Betrunin sé engin.