Atletico Madrid er tilbúið að hleypa Joao Felix í burtu á láni í janúar.
Það er AS á Spáni sem segir frá þessu.
Felix hefur ekki verið í sama lykilhlutverki hjá Atletico á þessari leiktíð og undanfarin ár.
Talið er að Bayern Munchen, Paris Saint-Germain og Manchester United hafi öll áhuga á að fá leikmanninn á láni í janúar.
Feliz hefur verið á mála hjá Atletico síðan 2019. Hann var keyptur frá Benfica á meira en hundrað milljónir punda.
Á þessari leiktíð hefur hann hins vegar ekki spilað nema 40 prósent mínútna í spænsku deildinni með Atletico.