Danmörk og Túnis riðu á vaðið í D-riðli Heimsmeistaramótsins Katar í dag.
Danir voru lengi vel ólíkir sjálfum sér og leikmenn Túnis líklegri til að skora í fyrri hálfleik.
Í þeim seinni tók danska liðið þó við sér og ógnaði marki andstæðingsins nokkuð.
Það var þó ekkert skorað í leiknum og markalaust jafntefli niðurstaðan.
Bæði lið eru því með eitt stig að fyrstu umferðinni lokinni.
Í D-riðli eru einnig Frakkland og Ástralía. Þau mætast klukkan 19 í kvöld að íslenskum tíma.