Færsla FIFA um afdrif Lionel Messi á stærsta sviði fótboltans vekja athygli. Messi klúðraði vítaspyrnu í fyrsta leik HM árið 2018 en skoraði í dag gegn Sádí Arabíu.
Messi kom Argentínu í 1-0 í fyrri hálfleik með marki úr vítaspyrnu. Sádi-Arabía kom með látum inn í seinni hálfleik. Á 48. mínútu jafnaði Saleh Al-Shehri fyrir þá og fimm mínútum síðar voru þeir komnir yfir með frábæru marki Salem Al-Dawsari.
Argentínumenn reyndu hvað þeir gátu að jafna en allt kom fyrir ekki. Sádar börðust hetjulega síðustu mínútur leiksins.
Lokatölur 2-1 fyrir Sádi-Arabíu. Liðið er því með þrjú stig en Argentína ekkert.
Messi klikkaði eins og frægt er á vítaspyrnu gegn Íslandi þar sem Hannes Þór Halldórsson varði frá honum.
2022 already feels different 🇦🇷#FIFAWorldCup | #Qatar2022 pic.twitter.com/6zvfvZMaZQ
— FIFA World Cup (@FIFAWorldCup) November 22, 2022