Pep Guardiola hefur skrifað undir nýjan tveggja ára samning við Manchester City. Stjórinn verður því hið minnsta í starfi til sumarsins 2025. Athletic segir frá.
Samningur Guardiola átti að renna út í sumar og höfðu vangaveltur um framtíð hans átt sér stað.
Nú er ljóst að Guardiola verður áfram á Ethiad vellinum þar sem hann hefur unnið hreint magnað starf.
Guardiola á þó óklárað verkefni hjá City og það er að vinna Meistaradeild Evrópu en liðið er til alls líklegt í ár.
Guardiola tók við City árið 2016 og hefur liðið fjórum sinnum orðið enskur meistari.