fbpx
Föstudagur 27.desember 2024
433Sport

Sigurður vandar RÚV og Vöndu ekki kveðjurnar – „Mannréttindabrot í Katar leggjast ekki þungt á herðar formanns KSÍ“

433
Þriðjudaginn 22. nóvember 2022 15:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögmaðurinn, Sigurður G Guðjónsson hefur sterka skoðun á því sem RÚV gerir og hvaða skildum ríkismiðilinn hefur.

Hann skrifar pistil í dag þar sem hann gagnrýnir forgangsröðun RÚV. Bendir hann á það að RÚV hafi ekki sent neinn fréttamann á loftslagsráðstefnu Sameinuðuþjóðanna sem var að ljúka í Egyptalandi.

Sigurður telur að það skjóti skökku við en á sama tíma er RÚV með þriggja manna teymi á Heimsmeistaramótinu í Katar.

„Fjölmiðill í almannaþágu. RÚV er skilgreint sem fjölmiðill í almannaþágu,“ skrifar Sigurður í pistli á Facebook í dag.

Hann ritar svo um loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna sem var að ljúka í Egyptalandi og furðar sig á fjarveru RÚV þar. „Í samræmi við þetta hlutverk segir RÚV mikið frá loftslagsvá og hamfarahlýnun í fréttum. Stjórnendur og starfsmenn RÚV eru mjög meðvitaðir um að allir þurfi að leggjast á árarnar, ef takast á að bjarga heiminum frá glötun, sem mun vera á næsta leyti samkvæmt yfirlýsingum aðalritari Sameinuðuþjóðanna. Athygli vakti því að RÚV virtist ekki hafa átt neitt erindi á loftslagsráðstefnu Sameinuðuþjóðanna sem var að ljúka í Egyptalandi.“

„Kannski hafa stjórnendur RÚV litið svo á að þeirra væri ekki þörf í eyðimerkur sólinni í Egyptalandi sem handhafa fjórðavaldsins á Íslandi; treysta mætti öðrum handhöfum valds frá Íslandi til að gæta hagsmuna Íslands og heimsins alls, enda Ísland fremst þjóða í orkuskiptum og getur jafnvel selt orkuskipti úr landi án þess að flytja orku út. Það er ákveðin list og sannar að máttur peninga er mikill.“

Nauðsynleg ferð til Persaflóa:

Sigurður segir að það sé furðulegt að RÚV telji sig þurfa að fara til Katar. „RÚV taldi hins vegar nauðsynlegt í nafni fjölmiðlunar í almannaþágu að senda flokk fólks til Katar; olíuríkis við Persaflóa, sem er þekkt fyrir þrælahald og hvers kyns mismunun kynjanna og mikla framleiðslu jarðefnaeldsneytis,“ segir Sigurður.

„Jarðefnaeldsneyti er eitur í beinum helstu áhrifavalda innan vébanda RÚV; þeirra ferðamáti er tveir jafnfljótir eða í bestafalli reiðhjól eða batterísbíll. Áhrifavaldarnir hafa þó ekki enn gengið yfir sjó og land til að geta sagt frá stórviðburðum eins og Eurovision, enda má brjóta öll prinsipp þegar mikið liggur við fyrir almenning.“

Heimir Hallgrímsson er sérfræðingur RÚV í Katar og þá tók miðilinn viðtal við Vöndu Sigurgeirsdóttur í Doha í gær.

„Af fréttum RÚV frá Katar að dæma virðist erindið fréttamanna stofnunarinnar til olíuríkisins hafa verið að ná annars vegar tali af tannlækni úr Vestmannaeyjum, sem þjálfar í hjáverkum landslið eyjaskeggja í Suðurhöfum, og hins vegar formanni KSÍ. Sennilega hefði mátt ná í tannlækninn á Íslandi áður en hann fór til Katar þar sem hann er öllum hnútum kunnur vegna fyrri þjálfarastarfi þar.“

„Öðru máli gegnir með formann KSÍ í hann hefur ekki náðst vegna anna við að bjarga heimsknattspyrnunni úr klóm feðraveldisins. Formaðurinn hefur því ekki getað svarað fyrir ýmis smámál sem komið hafa upp innan KSÍ, eins og mismunun kynja og skort á almennri kurteisi. Þessi innanbúðarmál hjá KSÍ hafa að því er virðist tekið svo á formanninn að hann vatnaði músum í viðtalinu við RÚV. Ljóst er hins vegar af viðtalinu mannréttindabrot í Katar leggjast ekki þungt á herðar formanns KSÍ frekar en félaga hans innan FIFA sem gerir alltaf vel við sitt fólk. Svona er RÚV Okkar Allra alltaf með puttann á púlsi stórmálanna,“ segir Sigurður í pistli sínum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Viðurkennir að leikmenn séu stressaðir í kringum goðsögnina – ,,Með orku sem enginn annar er með“

Viðurkennir að leikmenn séu stressaðir í kringum goðsögnina – ,,Með orku sem enginn annar er með“
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

England: Haaland missteig sig á punktinum og jafntefli niðurstaðan

England: Haaland missteig sig á punktinum og jafntefli niðurstaðan
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Sjáðu myndbandið sem vakti heimsathygli: Stórstjarnan hálfnakin í 20 gráðu frosti – Fjölskyldan vildi ekki taka þátt

Sjáðu myndbandið sem vakti heimsathygli: Stórstjarnan hálfnakin í 20 gráðu frosti – Fjölskyldan vildi ekki taka þátt
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Guardiola virkar áhyggjufullur fyrir leikinn í dag – ,,Ekki fullkominn andstæðingur“

Guardiola virkar áhyggjufullur fyrir leikinn í dag – ,,Ekki fullkominn andstæðingur“
433Sport
Í gær

Þetta eru 50 stærstu nágrannaslagir heims

Þetta eru 50 stærstu nágrannaslagir heims
433Sport
Í gær

Sævar: „Á tvo lélega mánuði þar sem ég brenn eiginlega út“

Sævar: „Á tvo lélega mánuði þar sem ég brenn eiginlega út“
433Sport
Í gær

Gummi Ben telur Íslendinga geta grætt mikið á þessu – „Við höfum ekki ennþá komist á þennan stað“

Gummi Ben telur Íslendinga geta grætt mikið á þessu – „Við höfum ekki ennþá komist á þennan stað“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Stuðningsmönnum United brugðið er Rashford brá óvænt fyrir – Mynd

Stuðningsmönnum United brugðið er Rashford brá óvænt fyrir – Mynd