fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024
Fréttir

Rússar sagðir undirbúa hryðjuverkaárás á kjarnorkuver í Hvíta-Rússlandi

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 22. nóvember 2022 19:00

Astravets kjarnorkuverið í Hvíta-Rússlandi. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Úkraínska leyniþjónustan segir að Rússar séu að undirbúa hryðjuverkaárás á kjarnorkuver í Hvíta-Rússlandi. Hún verði gerð undir fölsku flaggi og verði Úkraínu og NATO kennt um.

Daily Mail skýrir frá þessu og segir að Rússar hafi í hyggju að ráðast á Astravets kjarnorkuverið í Grodno sem og innviði í Brest.

Kjarnorkuverið er nærri litháensku landamærunum og aðeins um 40 km frá Vilnius, höfuðborg Litháen. Það þýðir að ef slys verður í verinu eða ef árás verður gerð á það, gæti áhrifanna gætt í Litháen sem er aðildarríki NATO.

Vladímír Pútín, Rússlandsforseti, hefur frá upphafi innrásarinnar í Úkraínu ítrekað verið sakaður um að vera að undirbúa árásir af þessu tagi til að réttlæta stigmögnun stríðsins.

Í skýrslu úkraínsku leyniþjónustunnar segir að vitað sé að í náinni framtíð sé fyrirhugað að gera nokkrar hryðjuverkaárásir í Hvíta-Rússlandi, sviðsettar árásir. Eitt aðalskotmarkið sé Astravets kjarnorkuverið. Úkraínu og NATO verði kennt um árásirnar sem verði framdar af mönnum klæddum í einkennisbúningum hvítrússneska hersins.

Einnig kemur fram að árásunum sé ætlað að gefa Hvíta-Rússlandi tylliástæðu til að blanda sér í stríðið í Úkraínu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Vísaði frá máli gegn Donald Trump varðandi stuld á leynilegum skjölum – Skipaði sjálfur dómarann í embætti

Vísaði frá máli gegn Donald Trump varðandi stuld á leynilegum skjölum – Skipaði sjálfur dómarann í embætti
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Pétur Jökull verður dreginn fyrir dóm í ágústmánuði

Pétur Jökull verður dreginn fyrir dóm í ágústmánuði
Fréttir
Í gær

Trump í fyrsta viðtalinu eftir árásina – „Ég á að vera dauður“

Trump í fyrsta viðtalinu eftir árásina – „Ég á að vera dauður“
Fréttir
Í gær

Safnað fyrir fjölskyldu Viðars – „Setti mig og börnin okkar alltaf í fyrsta sæti“

Safnað fyrir fjölskyldu Viðars – „Setti mig og börnin okkar alltaf í fyrsta sæti“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Íslendingur dæmdur í þriggja mánaða fangelsi í Danmörku fyrir að kýla unnustu sína margsinnis á bílastæði

Íslendingur dæmdur í þriggja mánaða fangelsi í Danmörku fyrir að kýla unnustu sína margsinnis á bílastæði
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Gangandi fólk kemst ekki lengur eftir gangstéttum í Norðurmýri – Bílastæðavandinn mikill

Gangandi fólk kemst ekki lengur eftir gangstéttum í Norðurmýri – Bílastæðavandinn mikill