fbpx
Fimmtudagur 06.mars 2025
433Sport

Weah uppfyllti draum föður síns og er nú búinn að skora á stærsta sviði knattspyrnunnar

Aron Guðmundsson
Mánudaginn 21. nóvember 2022 19:58

Weah fagnar marki sínu í kvöld /GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Timothy Weah skoraði sitt fyrsta mark á heimsmeistaramóti í knattspyrnu og fyrsta mark Bandaríkjanna á HM í Katar í fyrri hálfleik gegn Wales í 1. umferð B-riðils nú í kvöld. Bandaríkin leiða 1-0 nú þegar flautað hefur verið til hálfleiks.

Timothy er sonur knattspyrnugoðsagnarinnar George Weah sem var á sínum tíma valinn besti leikmaður heims árið 1995 í vali FIFA og átti yfir farsælum atvinumannaferli að skipa með liðum á borð við Paris Saint-Germain og AC Milan en George er nú forseti Líberíu.

Það má með sanni segja að Timothy sé í kvöld bæði að uppfylla draum sinn og föður síns en George náði aldrei á sínum ferli að spila á heimsmeistaramótinu í knattspyrnu með landsliði Líberíu.

Timothy, sem spilar jafnan með franska úrvalsdeildarfélaginu Lille, ákvað á sínum tíma að spila með landsliði Bandaríkjanna og er nú að spila í fyrsta skipti á stærsta sviði knattspyrnunnar, sjálfu heimsmeistaramótinu og það tólf árum eftir að faðir hans fór með hann sem stuðningsmann á HM 2010 í Suður-Afríku.

Frumraun Weah er að ganga vel hingað til, hann kom Bandaríkjunum yfir á 36. mínútu eftir stoðsendingu frá Christian Pulisic.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Barnaníðingur Eyi fær 155 milljón króna sekt

Barnaníðingur Eyi fær 155 milljón króna sekt
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Jónas Grani rekinn í Belgíu í upphafi árs – „Ég mun aldrei gefa eftir varðandi mikilvægi þess að varðveita viðkvæmar upplýsingar“

Jónas Grani rekinn í Belgíu í upphafi árs – „Ég mun aldrei gefa eftir varðandi mikilvægi þess að varðveita viðkvæmar upplýsingar“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Stuðningsmenn Milwall með subbulega hegðun – Fögnuðu því að maður hefði endað á spítala

Stuðningsmenn Milwall með subbulega hegðun – Fögnuðu því að maður hefði endað á spítala
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Hjónabandið í vaskinn eftir að hann perraðist í samstarfskonu – „Ég vil sjá þig í bikiní, þú getur ekki skammað mig fyrir það“

Hjónabandið í vaskinn eftir að hann perraðist í samstarfskonu – „Ég vil sjá þig í bikiní, þú getur ekki skammað mig fyrir það“
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Þetta er upphæðin sem Liverpool þarf að reiða fram í sumar

Þetta er upphæðin sem Liverpool þarf að reiða fram í sumar
433Sport
Í gær

Sjáðu laglegt mark Hákonar á stærsta sviðinu

Sjáðu laglegt mark Hákonar á stærsta sviðinu
433Sport
Í gær

Góð tíðindi fyrir Liverpool

Góð tíðindi fyrir Liverpool
433Sport
Í gær

Hendir fram kenningu í kjölfar fréttafársins í kringum Kjartan – „Þá skal ég hundur heita“

Hendir fram kenningu í kjölfar fréttafársins í kringum Kjartan – „Þá skal ég hundur heita“