Yfir tuttugu hafa verið handtekin vegna hópárásarinnar á Bankastræti Club fyrir helgi. Aðstoðaryfirlögregluþjónn segir vopnaburð og aukna hörku í undirheimunum mikið áhyggjuefni en yfir 30 starfsmenn vinna að rannsókn málsins á vegum lögreglunnar.
Alþjóðaknattspyrnusambandið FIFA leggst gegn því að fyrirliðar beri regnbogabönd til stuðnings hinsegin fólki á HM í knattspyrnu. Átök utan vallar setja svip sinn á mótið sem hófst í gær.
Við fjöllum jafnframt um fjölbreytta leikhús-smáréttaveislu í Fréttavakt kvöldsins, þar sem listakonan Unnur Elísabet fær til liðs við sig sjö ólíka listamenn.