fbpx
Fimmtudagur 06.mars 2025
433Sport

Lætur RÚV heyra það – „Það er fínt að vera á ríkissjónvarpinu, frussar út peningunum okkar“

433
Mánudaginn 21. nóvember 2022 13:38

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eins og flestir hafa orðið varir við hefur margt vafasamt farið fram utan vallar á Heimsmeistaramótinu í Katar sem hófst í gær.

Fyrr í dag bárust fréttir af því að fyrirliðabönd í regnbogalitum yrðu ekki notuð í leikjunum. Þetta var ákveðið eftir að FIFA hótaði að spjalda fyrirliða sem myndu bera böndin.

Harry Kane í enska landsliðinu og fleiri fyrirliðar ætluðu að bera böndin til að sýna hinsegin fólki stuðning en allt kom fyrir ekki.

„Þetta er mjög vandræðalegt. England er búið að halda því fram að þeir ætluðu að gera þetta og Kane langaði að vera með þetta band,“ segir Helgi Fannar Sigurðsson í HM-hlaðvarpi íþróttadeildar Fréttablaðsins og DV.

Hörður Snævar Jónsson tók í svipaðan streng.

„Það er eiginlega ótrúlegt að FIFA taki svona hart á þessu. Það verður að segjast eins og er að þó að fyrirliðabandið sendi sterk skilaboð þá eru þetta engin hörð mótmæli yfir því sem er í gangi í Katar.“

Það er einnig búið að banna bjórinn á völlum í Katar.

„Það virðist vera rosaleg meðvirkni með yfirvöldum í Katar á þessu móti,“ segir Helgi.

„Ég sá fyrir mér að Katar myndi gera eins og Rússland og setja upp góðan leikþátt í mánuð, vera góð auglýsing fyrir heimsbyggðina. Svo eru þeir svo harðir á sínum reglum að það er ekkert í boði.“

RÚV sinnir mótinu vel og er með fólk á sínum snærum úti í Katar.

„Það er nóg til á ríkissjónvarpinu, senda út fólk til Katar þó það bæti reyndar engu við umfjöllunina. Það er fínt að vera á ríkissjónvarpinu, frussar út peningunum okkar,“ segir Hörður.

„Það er kósý að vera á RÚV,“ bætir Helgi við að lokum.

HM-hlaðvarp íþróttadeildar Fréttablaðsins og DV kemur út alla morgna á meðan mótinu stendur

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Barnaníðingur Eyi fær 155 milljón króna sekt

Barnaníðingur Eyi fær 155 milljón króna sekt
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Jónas Grani rekinn í Belgíu í upphafi árs – „Ég mun aldrei gefa eftir varðandi mikilvægi þess að varðveita viðkvæmar upplýsingar“

Jónas Grani rekinn í Belgíu í upphafi árs – „Ég mun aldrei gefa eftir varðandi mikilvægi þess að varðveita viðkvæmar upplýsingar“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Stuðningsmenn Milwall með subbulega hegðun – Fögnuðu því að maður hefði endað á spítala

Stuðningsmenn Milwall með subbulega hegðun – Fögnuðu því að maður hefði endað á spítala
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Hjónabandið í vaskinn eftir að hann perraðist í samstarfskonu – „Ég vil sjá þig í bikiní, þú getur ekki skammað mig fyrir það“

Hjónabandið í vaskinn eftir að hann perraðist í samstarfskonu – „Ég vil sjá þig í bikiní, þú getur ekki skammað mig fyrir það“
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Þetta er upphæðin sem Liverpool þarf að reiða fram í sumar

Þetta er upphæðin sem Liverpool þarf að reiða fram í sumar
433Sport
Í gær

Sjáðu laglegt mark Hákonar á stærsta sviðinu

Sjáðu laglegt mark Hákonar á stærsta sviðinu
433Sport
Í gær

Góð tíðindi fyrir Liverpool

Góð tíðindi fyrir Liverpool
433Sport
Í gær

Hendir fram kenningu í kjölfar fréttafársins í kringum Kjartan – „Þá skal ég hundur heita“

Hendir fram kenningu í kjölfar fréttafársins í kringum Kjartan – „Þá skal ég hundur heita“