Íþróttadeild Torgs heldur uppi daglegu hlaðvarpi á meðan Heimsmeistaramótið í Katar fer fram.
Farið verður yfir allt það helsta frá mótinu alla virka morgna næsta mánuðinn.
Hlaðvarpið verður hægt að nálgast á öllum helstu hlaðvarpsveitum.
Hér að neðan má heyra fyrsta þáttinn, þar sem hitað er upp fyrir veisluna sem fram undan er.