Valgeir Gunnlaugsson, eða Valli flatbaka eins og hann er betur þekktur, hélt upp á afmælið sitt á laugardaginn og lét Camilla sig að sjálfsögðu ekki vanta.
Sjá einnig: Voru vinir áður en ástin blómstraði – „Ég var oft að fara þangað í hádegismat“
Þemað var hvítt og var parið að sjálfsögðu í hvítu frá toppi til táar og bæði með gullskartgripi.
Camilla er einn vinsælasti áhrifavaldur landsins. Hún er með yfir 32 þúsund fylgjendur á Instagram og var því stórmál þegar hún frumsýndi Valla á miðlinum um helgina. Hún birti myndband af þeim í myndavélabás og virtust þau hress og kát með lífið og hvort annað.
Camilla á og rekur fatafyrirtækið Camy Collections. Hún hefur einnig getið sér gott orð sem söngkona og tók nú síðast þátt í uppsetningu á tónleikasýningunni Grease í lok október.
Hún skildi við fyrrverandi eiginmann sinn Rafn Hlíðkvist Björgvinsson fyrr á þessu ári en þau eiga saman tvö börn.
Valli er eigandi Íslensku flatbökunnar og opnaði nýlega veitingastaðinn Indican í Hagamel. Hann á son úr fyrra sambandi.