Þetta sagði David Sumney, 33 ára, um morðið á móður hans en hana myrti hann fyrir þremur árum á heimili hennar í Pennsylvania. Hann pyntaði hana áður en hann drap hana. Hann tók 277 ljósmyndir af þessum hryllilega verknaði.
Fox News skýrir frá þessu. Fram kemur að David hafi smurt blóði móður sinnar á sig sjálfan og síðan stillt sér upp við hlíð líksins til að taka myndir.
Hann játaði fyrir dómi að hafa myrt hana og á þeim grunni gerði saksóknari samning við hann um refsingu hans. Hann þarf að sitja í fangelsi næstu 17 árin hið minnsta.
Fyrir dómi sagðist hann ekki geta hætt að hugsa um það sem hann gerði. „Ég hugsa um það dag hvern. Ég er leiður yfir því en það breytir engu. Ég hegðaði mér eins hræðilega og nokkur manneskja getur gert,“ sagði hann.
Verjandi hans fór fram á að hann yrði aðeins dæmdur í sjö ára fangelsi vegna þess að hann sjái eftir morðinu. En aðrir ættingjar konunnar, og þar með ættingjar David, voru ekki sömu skoðunar og vildu þungan dóm yfir honum. Þeir voru því ekki sáttir þegar samið var um 20 ára fangelsi hið minnsta og 40 ár að hámarki. Þau þrjú ár sem hann hefur setið í gæsluvarðhaldi koma til frádráttar og því getur hann hugsanlega losnað úr fangelsi eftir 17 ár.
Systir hans, Mary Ellen, sagði hann „minna virði en rusl“ og sagðist óska þess að hann „fengi dauðadóm“.