Segir hópurinn að IKEA hafi átt viðskipti við framleiðendur í Hvíta-Rússlandi sem nýta sér krafta nauðungarvinnuafls. Um fanga úr fangelsum og vinnubúðum er að ræða.
CNN skýrir frá þessu.
Hvíta-Rússland er þekkt sem síðasta „evrópska einræðisríkið“ en þar ræður Aleksandr Lukashenko ríkjum.
Lengi hefur verið vitað að fangar séu neyddir til vinnu í Hvíta-Rússlandi en ekki hefur komið fram fyrr að IKEA hafi keypt vörur sem eru framleiddar af fólki í nauðungarvinnu.
Í skýrslu Disclose kemur fram að fólkið starfi við sérstaklega slæmar aðstæður þar sem pyntingar og lélegur aðbúnaður séu það sem fólkið býr við. Það er látið framleiða gardínur, dúka og handklæði fyrir IKEA.
Um minnsta kosti tíu fyrirtæki er að ræða sem framleiða vörur fyrir IKEA.
Í tölvupósti frá IKEA til CNN segir fyrirtækið að það taki skýrsluna „mjög alvarlega og samþykki aldrei mannréttindabrot í birgðakeðju sinni“.
IKEA hefur átt í samstarfi við hvítrússnesk fyrirtæki síðan 1999. Kaupir fyrirtækið vörur fyrir 83 milljónir dollara á ári frá Hvíta-Rússlandi.