fbpx
Miðvikudagur 17.júlí 2024
Pressan

Alvarlegar ásakanir á hendur IKEA – Nota fólk í nauðungarvinnu

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 21. nóvember 2022 13:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hópur franskra rannsóknarblaðamanna, sem kallast „Disclose“, hefur að undanförnu beint sjónum sínum að Hvíta-Rússlandi og framleiðslu á vörum þar í landi fyrir sænska smásölurisann IKEA.

Segir hópurinn að IKEA hafi átt viðskipti við framleiðendur í Hvíta-Rússlandi sem nýta sér krafta nauðungarvinnuafls. Um fanga úr fangelsum og vinnubúðum er að ræða.

CNN skýrir frá þessu.

Hvíta-Rússland er þekkt sem síðasta „evrópska einræðisríkið“ en þar ræður Aleksandr Lukashenko ríkjum.

Lengi hefur verið vitað að fangar séu neyddir til vinnu í Hvíta-Rússlandi en ekki hefur komið fram fyrr að IKEA hafi keypt vörur sem eru framleiddar af fólki í nauðungarvinnu.

Í skýrslu Disclose kemur fram að fólkið starfi við sérstaklega slæmar aðstæður þar sem pyntingar og lélegur aðbúnaður séu það sem fólkið býr við. Það er látið framleiða gardínur, dúka og handklæði fyrir IKEA.

Um minnsta kosti tíu fyrirtæki er að ræða sem framleiða vörur fyrir IKEA.

Í tölvupósti frá IKEA til CNN segir fyrirtækið að það taki skýrsluna „mjög alvarlega og samþykki aldrei mannréttindabrot í birgðakeðju sinni“.

IKEA hefur átt í samstarfi við hvítrússnesk fyrirtæki síðan 1999. Kaupir fyrirtækið vörur fyrir 83 milljónir dollara á ári frá Hvíta-Rússlandi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Það er farið að hægja á snúningi innri kjarna jarðarinnar – Það gæti breytt daglengdinni

Það er farið að hægja á snúningi innri kjarna jarðarinnar – Það gæti breytt daglengdinni
Pressan
Fyrir 3 dögum

Er sársaukaþröskuldur kvenna hærri en karla?

Er sársaukaþröskuldur kvenna hærri en karla?
Pressan
Fyrir 4 dögum

Skammbyssur sem Napóleon ætlaði að skjóta sig með seldust fyrir 255 milljónir

Skammbyssur sem Napóleon ætlaði að skjóta sig með seldust fyrir 255 milljónir
Pressan
Fyrir 4 dögum

Var á dauðaganginum í 45 ár – Vonast nú til að hreinsa nafn sitt

Var á dauðaganginum í 45 ár – Vonast nú til að hreinsa nafn sitt
Pressan
Fyrir 5 dögum

Hyggjast verðlauna aðflutta með milljónum

Hyggjast verðlauna aðflutta með milljónum
Pressan
Fyrir 5 dögum

Ítalskur bær neyðist til að vísa ferðamönnum á brott vegna vatnsskorts

Ítalskur bær neyðist til að vísa ferðamönnum á brott vegna vatnsskorts
Pressan
Fyrir 6 dögum

Banki þvingaði fólk til að kaupa óþarfa tryggingar, stofnaði yfirdátt í þeirra óþökk, færðu til peninga og sendu þeim óumbeðin greiðslukort

Banki þvingaði fólk til að kaupa óþarfa tryggingar, stofnaði yfirdátt í þeirra óþökk, færðu til peninga og sendu þeim óumbeðin greiðslukort
Pressan
Fyrir 6 dögum

Prestur barði eiginkonu sína fyrir að vera heppin

Prestur barði eiginkonu sína fyrir að vera heppin