Verksmiðjunni var lokað fyrir mánuði síðan eftir að kórónuveirusmit komu upp meðal starfsfólks. Margir starfsmenn hættu þá störfum og allt stefndi í að þetta myndi hafa mikil áhrif á sölu iPhone fyrir jólin.
Fyrirtækið réðst þá í mikla vinnu við að finna starfsfólk í verksmiðjuna og hefur nú ráðið 100.000 starfsmenn. CNN skýrir frá þessu.
Verksmiðjan í Zhengzhou er stærsta iPhone-verksmiðjan í Kína. Stöðva varð alla starfsemi í henni í október eftir að fjöldi starfsmanna greindist með kórónuveiruna. Í kjölfarið hættu margir störfum og var framtíð Foxconn því nokkuð óljós.
Þetta var áhyggjuefni fyrir Apple sem er mjög háð þessari risaverksmiðju ef nóg á að vera til af iPhone þegar jólavertíðin hefst fyrir alvöru.
En nú hefur ræst úr og fyrirtækið er komið á rétta braut á nýjan leik með þessum 100.000 nýju starfsmönnum.
Foxconn hefur fjórfaldað daglega bónusa starfsfólks í nóvember til að reyna að halda í það.
Fyrirtækið rekur fjölda verksmiðja víða í Kína og er með um 1,3 milljónir starfsmanna á launaskrá.