Lið Chelsea á Englandi er óvænt sagt vera að skoða markmanninn Jordan Pickford sem spilar með Everton.
Frá þessu greina enskir miðlar en Pickford leikur með Everton sem og enska landsliðinu og verður á HM í Katar.
Edouard Mendy og Kepa Arrizabalaga eru markmenn Chelsea í dag en framtíð þeirra beggja er í hættu.
Mendy stóð sig vel um tíma eftir að hafa komið frá Rennes en hefur verið mjög ólíkur sjálfum sér á tímabilinu.
Kepa er að sama skapi dýrasti markmaður sögunnar en er alls ekki vinsæll á Stamford Bridge og þykir ekki nógu góður kostur.
Pickford gæti reynst möguleiki fyrir Chelsea í sumar en hann hefur í dágóðan tíma verið markmaður númer eitt hjá Englandi.