Það voru margir sem misstu í raun vitið eftir mynd sem tískufyrirtækið Louis Vitton birti í gær.
Þar mátti sjá þá Cristiano Ronaldo og Lionel Messi spila skák en þeir verða leikmenn á HM í Katar með sínum landsliðum.
Ronaldo og Messi hafa lengi verið taldir bestu leikmenn heims en eru þó komnir á seinni árin í boltanum í dag.
Ronaldo leikur með Portúgal sem eltist við sigur á HM og Messi með Argentínu sem gerir slíkt hið sama.
Þeir voru lengi keppinautar á Spáni er Ronaldo lék með Real Madrid og Messi með Barcelona.
Myndina umtöluðu má sjá hér.