Paul Barber, stjórnarformaður Brighton, var steinhissa er hann fékk símtal frá Todd Boehly, eiganda Chelsea, fyrr á tímabilinu.
Boehly var ekki lengi að hringja í Barber og spyrja um Graham Potter sem er í dag stjóri Chelsea og tók við af Thomas Tuchel.
Chelsea ákvað óvænt að reka Tuchel eftir slaka byrjun á tímabilinu og tók Potter við en hann náði góðum árangri með Brighton.
Það liðu aðeins einhverjar mínútur frá því að Chelsea rak Potter og að Barber fékk símtal frá félaginu varðandi Potter.
,,Það sem við bjuggumst ekki við var að Chelsea myndi taka ákvörðun um að Tuchel væri ekki fyrir þá og allt í einu var laust pláss,“ sagði Barber.
,,Eftir aðeins nokkrar mínútur eftir að Tuchel var rekinn fékk ég símtal frá Boehly og hann spurði mig út í Graham.“
,,Ég var líklega sá fyrsti til að komast að því að Tuchel hafði verið rekinn og þetta var áður en almenningur fékk að vita.“