Miðillinn The Sun hefur birt gríðarlega athyglisverða grein sem tengist framherjanum Ivan Toney sem leikur með Brentford.
Toney er nú undir rannsókn enska knattspyrnusambandsins og á að hafa brotið yfir 230 veðmálareglur undanfarin fimm ár.
Sun var fyrsti miðillinn til að greina frá málinu en Toney reyndi að þagga niður í blaðinu.
Sun greinir frá því að Toney hafi hótað að kæra blaðið ef greinin væri birt en hún fór samt sem áður í loftið.
Toney reyndi að þagga niður í miðlinum til að eiga möguleika á að spila með enska landsliðinu á HM í sumar.
Ef Toney verður fundinn sekur á hann yfir höfði sér langt bann og er ferill hans sem knattspyrnumaður í raun í verulegri hætti.