Arnór Sveinn Aðalsteinsson er á leið aftur til Breiðabliks samkvæmt heimildum hlaðvarpsþáttarins Dr. Football.
Þeta kemur fram í færslu Dr. Football á Twitter en um er að ræða 36 ára gamlan varnarmann sem er uppalinn hjá Blikum.
Arnór hefur reynt fyrir sér í atvinnumennsku með Honefoss frá 2011 til 2014 en gekk svo aftur í raðir Blika.
Varnarmaðurinn skrifaði undir hjá KR árið 2017 og spilaði alls 14 leiki fyrir liðið í Bestu deildinni í sumar.
Arnór á eitt ár eftir af samningi sínum við KR en virðist ætla að kveðja áður en þeim samningi lýkur.
Arnór Sveinn Aðalsteinsson er á heimleið. pic.twitter.com/Z7QgQm5f1g
— Dr. Football Podcast (@drfootballpod) November 19, 2022