Lið Chelsea á Englandi er í miklum meiðslavandræðum þessa dagana og fékk ekki góðar fréttir í gær.
Armando Broja, sóknarmaður Chelsea, spilaði með landsliði Albaníu í vikunni og verður nú frá í einhvern tíma eftir leik gegn Ítölum.
Broja fór af velli vegna ökklameiðsla eftir 50 mínútur og er möguleiki á að meiðslin séu nokkuð alvarleg.
Það á hins vegar eftir að koma almennilega í ljós en Chelsea vonar innilega að Broja muni jafna sig áður en deildin hefst aftur í lok desember.
Alls eru átta leikmenn Chelsea meiddir þessa stundina og má nefna leikmenn eins og Ben Chilwell, N’Golo Kante, Reece James, Ruben Loftus Cheeek, Wesley Fofana og Kepa Arrizabalaga.