Edwin van der Sar hefur staðfest það að Arsenal hafi reynt að kaupa varnarmanninn Lisandro Martinez áður en hann hélt til Manchester.
Martinez skrifaði undir samning við Man Utd í sumar en hann kostaði 57 milljónor punda og kom frá Ajax.
Van der Sar er yfirmaður knattspyrnumála Ajax og var einnig markvörður Man Utd á sínum tíma.
Arsenal vildi fá Martinez í sínar raðir en tilboðið var eitthvað sem Ajax gat ekki samþykkt að sögn Van der Sar.
,,Arsenal sýndi fyrst Lisandro áhuga en vegna upphæðarinanr þá þökkuðum við þeim fyrir og sögðumst vilja halda leikmanninum frekar en að fara í viðræður,“ sagði Van der Sar.
,,Með United þá var þetta töluvert öðruvísi. Við höfum átt mörg samtöl þegar kemur að leikmönnum eins og Daley Blind, Donny van de Beek, mitt starf er að taka bestu ákvarðanirnar fyrir Ajax.“