Manchester United reyndi að fá miðjumanninn Nicolo Fagioli í sínar raðir áður en hann hélt til Juventus.
Það er bróðir leikmannsins, Alessandro Fagioli, sem greinir frá þessu en Fagioli er 21 árs gamall og hefur vakið verulega athygli í vetur.
Rauðu Djöflarnir vildu fá Fagioli í sínar raðir er hann lék með Cremonese en það var í raun aldrei möguleiki.
,,Nicolo er mömmustrákur og hefur aldrei viljað vera of langt í burtu frá heiman,“ sagði bróðirinn.
,,Þegar hann var hjá Cremonese í unglingaliðinu þá hafnaði hann Manchester United því hann var ekki tilbúinn að yfirgefa Ítalíu.“
,,Fyrir Juventus þá hafnaði hann einnig liðum eins og Inter, AC Milan og Atalanta.“