Robert Lewandowski, leikmaður Barcelona, er óánægður með ákvörðun spænska knattspyrnusambandsins að dæma sig í þriggja leikja bann.
Lewandowski var dæmdur í þriggja leikja bann fyrir að ögra dómara í leik gegn Osasuna á dögunum.
Pólverjinn hefur þó alltaf haldið fram sakleysi sínu og segist hafa verið að ræða við stjóra sinn á hliðarlínunni, Xavi.
Lewandowski fékk tvö gul spjöld í leiknum og þar með rautt en fær tvo auka leiki í bann fyrir að hafa átt að ögra einum af dómurunum.
,,Þeir fóru yfir strikið, þetta var of gróf refsing og of löng,“ sagði Lewandowski við blaðamenn.
,,Ég var ekki að bauna á dómarann, þetta var fyrir stjórann. Allir vita það var augljóst að ég væri að benda á hann en ekki dómarann.“