fbpx
Laugardagur 23.nóvember 2024
Matur

Fjölmargir fögnuðu opnun nýju mathallarinnar Pósthús Foodhall

Sjöfn Þórðardóttir
Laugardaginn 19. nóvember 2022 12:09

Eigendur Pósthús Foodhall, Hermann Svendsen, Þórður Axel Þórisson, Leifur Welding og Ingvar Svendsen, voru kampakátir í gær með opnunina en húsfyllir var í höllinni og mikil gleði ríkti. MYNDIR/AÐSENDAR.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í gær opnaði ný og glæsileg mathöll sem ber heitið Pósthús Foodhall sem er nafn með rentu. Höllin er staðsett í sögufrægu húsi við Pósthússtræti 5 á einu frægasta horni miðborgarinnar og er einstaklega falleg þar sem glæsileikinn og hlýleikinn fara vel saman. Mathöllin er hönnuð af Leifi Welding sem er einnig einn af eigendum mathallarinnar en með eigendur hans eru Hermann Svendsen, Ingvar Svendsen og Þórður Axel Þórisson en Þórður er jafnframt framkvæmdastjóri fyrirtækisins. Í Pósthúsinu er fjöldi veitingastaða þar sem boðið eru upp á sælkerakræsingar og allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi.

Mikið var um dýrðir í Pósthúsinu í gær og fjölmargir fögnuðu opnun mathallarinnar og gæddu sér á sælkeraréttum og pitsum sem glöddu bæði auga og munn.

„Fyrir tæpum sex árum settumst við félagarnir niður og lögðum grunninn að Foodhall concepti sem við vildum búa til. Og fyrir fimm árum síðan hófust viðræður við Reiti um það húsnæði sem við höfum nú opnað í, á þeim tíma hafði ein mathöll opnað á Íslandi. Hugmyndin var alltaf að opna skemmtilega mathöll. Við vildum skapa andrúmsloft og umgjörð sem væri á sama tíma skemmtileg og hlýleg, sem héldi utan um þig og kallaði fram bros og gleði,“ segir Leifur.

„Við vildum eins fá til liðs við okkur fremsta fagfólk í veitingageiranum til þess að skapa hágæða veitingastaði, og það hefur svo sannarlega gengið eftir. Við vorum það heppnir að það komust mun færri að en vildu þar sem þeir aðilar sem við kynntum konceptið fyrir höfðu tröllatrú á okkar hugmyndafræði. Og í gær opnuðum við með átta algerlega frábæra veitingastaði og framúrskarandi Cocktail-Bar,“ segir Leifur og bætir við að þeir séu alveg í skýjunum við viðtökunum sem þeir hafi fengið.

„Við erum afar þakklátir fyrir þær viðtökur sem við höfum þegar fengið frá þeim aðilum sem hafa heimsótt okkur síðustu daga fyrir opnun og enn þakklátari fyrir að fá að taka þátt í þessu ævintýri með öllu því frábæra fólki sem er að opna sína staði hjá okkur.“

Hér fyrir neðan má sjá brot af stemningunni frá opnuninni í gær.

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
25.06.2024

Domino’s býður upp á nakta pizzu

Domino’s býður upp á nakta pizzu
Matur
22.06.2024

Þetta eru augljós merki þess að veitingastaður er skítugur og þú ættir EKKI að borða þar

Þetta eru augljós merki þess að veitingastaður er skítugur og þú ættir EKKI að borða þar
Matur
03.04.2024

Svona áttu að haga þér við matarinnkaupin – 10 siðareglur stórmarkaðanna

Svona áttu að haga þér við matarinnkaupin – 10 siðareglur stórmarkaðanna
Matur
01.04.2024

Tveir veitingastaðir koma nýir á listann yfir þá 10 bestu í Reykjavík

Tveir veitingastaðir koma nýir á listann yfir þá 10 bestu í Reykjavík
Matur
10.01.2024

Þjóðarréttur Íslendinga valinn sá versti í heimi

Þjóðarréttur Íslendinga valinn sá versti í heimi
Matur
27.12.2023

Guðfaðir „ristaðs brauðs með avókadó“ látinn langt fyrir aldur fram

Guðfaðir „ristaðs brauðs með avókadó“ látinn langt fyrir aldur fram
Matur
06.12.2023

Pylsutilboðið vinsæla hjá Costco er dýrast á Íslandi

Pylsutilboðið vinsæla hjá Costco er dýrast á Íslandi
Matur
05.12.2023

Þriðjudagstilboð Domino´s hækkar í þriðja sinn á rúmum tveimur árum

Þriðjudagstilboð Domino´s hækkar í þriðja sinn á rúmum tveimur árum