Rui Jorge, landsliðsþjálfari U21 liðs Portúgals, er ekki ánægður með hegðum miðjumannsins Fabio Carvalho.
Carvalho er portúgalskur að uppruna og leikur með Liverpool en hann ákvað nýlega að segja skilið við portúgalska landsliðið.
Það er vilji Carvalho að spila með enska landsliðinu í framtíðinni en hann hefur leikið á Englandi undanfarin sjö ár.
Jorge segir að hann hafi aðeins fengið smáskilaboð frá Carvalho áður en hann tilkynnti ákvörðun sína.
Jorge er óánægður með að hafa ekki fengið að ræða við Carvalho sem stóð augljóslega við þessa ákvörðun.
,,Við erum ekki frá sömu kynslóð en ég bjóst við að hann myndi hringja í mig og að við gætum rætt málin,“ sagði Jorge.
,,Ég hef alltaf gert það að mínum vana að segja leikmönnum að það sé pláss fyrir þá hér ef þeir vilja vera hér.“