fbpx
Fimmtudagur 06.mars 2025
433Sport

Var Rooney að skjóta á Ronaldo til baka? – ,,Margoft sagt að hann sé sá besti“

Victor Pálsson
Laugardaginn 19. nóvember 2022 10:23

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Wayne Rooney, goðsögn Manchester United, var gagnrýndur af fyrrum liðsfélaga sínum Cristiano Ronaldo í vikunni.

Ronaldo virtist kalla Rooney ‘rottu’ í viðtali við Piers Morgan en sá síðarnefndi hefur gagnrýnt hegðun portúgalans á leiktíðinni.

Nú hefur Rooney í raun kallað eftir frekari ummælum er hann talaði um Lionel Messi sem besta fótboltamann sögunnar.

Eins og flestir vita eru Ronaldo og Messi taldir vera tveir af bestu leikmönnum allra tíma og er rígurinn þar á milli ansi mikill.

,,Allir eru með mismunandi skoðanir þegar kemur að Messi og Ronaldo en ég hef margoft sagt að Messi sé sá besti,“ sagði Rooney.

,,Ég hef horft á mörg myndbönd af Diego Maradona sem var svipaður leikmaður en Messi var betri en hann.“

,,Hann er með allt saman – hann stýrir leikjunum með boltatækni, stoðsendingum á meðan Ronaldo er meiri markaskorari.“

,,Það væri frábær saga fyrir fótboltann ef annað hvort Messi eða Ronaldo myndu vinna HM.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Aldís velur hóp til æfinga

Aldís velur hóp til æfinga
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Sjáðu ótrúleg tilþrif í vikunni – Er mark ársins þegar komið?

Sjáðu ótrúleg tilþrif í vikunni – Er mark ársins þegar komið?
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Allt í uppnámi í Kaupmannahöfn – „Endurspegla ekki okkar gildi“

Allt í uppnámi í Kaupmannahöfn – „Endurspegla ekki okkar gildi“
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Svona sigraðist Eva á einelti – „Hefur engin áhrif á mig hvað aðrir segja“

Svona sigraðist Eva á einelti – „Hefur engin áhrif á mig hvað aðrir segja“
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Áhugaverð ummæli Amorim – „Ég veit ekki hvort ég verði hér“

Áhugaverð ummæli Amorim – „Ég veit ekki hvort ég verði hér“
433Sport
Í gær

Stuðningsmenn Milwall með subbulega hegðun – Fögnuðu því að maður hefði endað á spítala

Stuðningsmenn Milwall með subbulega hegðun – Fögnuðu því að maður hefði endað á spítala
433Sport
Í gær

Hjónabandið í vaskinn eftir að hann perraðist í samstarfskonu – „Ég vil sjá þig í bikiní, þú getur ekki skammað mig fyrir það“

Hjónabandið í vaskinn eftir að hann perraðist í samstarfskonu – „Ég vil sjá þig í bikiní, þú getur ekki skammað mig fyrir það“