Casemiro, leikmaður Manchester United, var ekkert að spara áður en hann hélt til Katar með brasilíska landsliðinu.
Casemiro er nýfluttur til Englands en hann kom til Man Utd frá Real Madrid í sumarglugganum.
Hann ákvað að kaupa tvo glæsibíla áður en haldið var til Katar, einn fyrir sig og annan fyrir eignkonuna Anna Mariana.
Casemiro keypti Rolls Royce bifreið fyrir sjálfan sig á 230 þúsund pund á meðan kona hans fékk Bentley bifreð sem er verðmetin á 200 þúsund puind.
Casemiro fær 350 þúsund pund í laun á viku hjá Man Utd og hefur því svo sannarlega efni á kaupunum.
Brasilíumaðurinn og kona hans eru stödd í Katar en bílarnir voru sendir heim til þeirra fyrir helgi eins og má sjá hér fyrir neðan.