Fyrrum undrabarnið Freddy Adu er með ráð fyrir enska stórliðið Manchester United og vill sjá liðið fá til sín Sergino Dest sem fyrst.
Dest er Bandaríkjamaður líkt og Adu en sá síðarnefndi var á sínum tíma einn efnilegasti leikmaður heims. Ferill hans náði þó aldrei flugi en hann lék með Man Utd á reynslu árið 2006.
Adu vill sjá Man Utd semja við bakvörðinn Dest sem fyrst en hann leikur í dag með AC Milan í láni frá Barcelona.
,,Ég tel að hann yrði frábær fengur fyrir Manchester United. Hvernig hann spilar, hann er svo góður í sinni stöðu og staða Man Utd í dag, þeir þurfa eins marga góða leikmenn og þeir geta fengið,“ sagði Adu.
,,Þetta er ekki beint Manchester United sem við þekkjum. Þeri eru þó að spila nokkuð vel og eru að bæta sig. Ég vona að hann fari þangað og tel að hann myndi hjálpa liðinu mikið.“