Fyrrum knattspyrnukonan Jade Arianna Gentile kom fyrir í fjölbragðaglímu á vegum WWE í síðustu viku.
Um ansi stóran atburð er að ræða, en Gentile tók skrefið úr knattspyrnuni og yfir í fjölbragðaglímuna í sumar.
Gentile var á mála hjá Afturleldingu hér á landi og spilaði með liðinu í Bestu deildinni í sumar.
Hún lék einnig með liðinu sumarið í fyrra. Þá lék hún allt tímabilið í Mosfellsbæ og hjálpaði Aftureldingu að komast upp úr Lengjudeildinni og í þá efstu.
Gentile leið vel hér á landi og birti nokkrar myndir af sér á Íslandi á Instagram á meðan dvöl hennar stóð. Hún er með um 82 þúsund fylgjendur á miðlinum.