Hjörvar Hafliðason segir frá því á Twitter nú fyrir stuttu að íslenska karlalandsliðið neiti að spila við Lettland í Daugava í úrslitaleik Eystrasaltsbikarsins.
Ísland vann sér inn þátttökurétt í leiknum með því að sigra Litháen í vítapsyrnukeppni á miðvikudag.
„Íslenska landsliðið neitar að spila úrslitaleikinn við Letta í Daugava. Telja völlinn ekki leikhæfan. Lettneska sambandið er núna að sýna íslenska landsliðinu völl Skonto Riga í von um að það verði spilað a morgun. Lettar spiluðu við Eista í Daugava á miðvikudag og ekkert vesen,“ skrifar Hjörvar á Twitter.
Leikurinn á að fara fram klukkan 14 á morgun og verður áhugavert að sjá hvað setur.
Íslenska landsliðið neitar að spila úrslitaleikinn við Letta í Daugava. Telja völlinn ekki leikhæfan. Lettneska sambandið er núna að sýna íslenska landsliðinu völl Skonto Riga í von um að það verði spilað a morgun.
Lettar spiluðu við Eista í Daugava á miðvikudag og ekkert vesen.— Hjörvar Hafliðason (@hjorvarhaflida) November 18, 2022
Uppfært 14:38
Ómar Smárason, deildarstjóri samskiptadeildar KSÍ, segir í samtali við Fréttablaðið að ekki sé búið að útiloka að spila á vellinum. Verið sé að skoða aðra kosti. Ómar segir landsliðið ekki hafa getað klárað æfingu í morgun vegna vallaraðstæðna.