Samkvæmt Chris Wheeler blaðamanni hjá Daily Mail hefur Manchester United ákveðið að rifta samningi Cristiano Ronaldo og reka hann burt frá félaginu.
Félagið vill losna við Ronaldo í hvelli eftir verulega umdeilt viðtal hans við Piers Morgan.
Segir í frétt Daily Mail að United fari nú fram með því markmiði að rifta samningi Ronaldo og ekki borga honum krónu í bætur.
Félagið vill ekki að hann hagnist af því að níða félaginu skóinn. Félagið sendi yfirlýsingu fyrr í dag um að unnið væri í málinu.
„Manchester United hefur þennan morguninn hafið viðeigandi ferli í kjölfar viðtals Cristiano Ronaldo nýlega. Við munum ekki tjá okkur meira fyrr en niðurstaða er komin í málið,“ segir í yfirlýsingu félagsins.