Áhorfendur á Heimsmeistaramótinu í Katar gætu fengið allt að sjö ára fangelsisdóm fyrir einnar nætur gaman á meðan því stendur.
Ströng lög eru við lýði í Katar er kemur að kynlífi fyrir hjónaband. Gengur það þvert á trú fólks.
Fólk þarf því að passa sig og stunda ekki skyndikynni.
HM í Katar verður frábrugðið öðrum mótum af mörgum ástæðum. Allt partíhald á almannafæri verður stranglega bannað.
Þá kom það í ljós fyrir helgi að ekki verður hægt að versla sér áfengi á leikvöngunum sem spilað er á í Katar.
Mótið hefst klukkan 16 í dag, en heimamenn í Katar mæta þá Ekvador í opnunarleiknum.