Í viðtalinu umdeilda við Piers Morgan ræddi Cristiano Ronaldo atvikið þegar hann strunsaði af Old Trafford áður en leik gegn Tottenham var lokið í haust.
United vann góðan 2-0 sigur. Ronaldo átti að koma inn á sem varamaður í lokin en neitaði því og fór einfaldlega heim.
Portúgalinn viðurkennir að þetta hafi ekki verið rétt.
„Að yfirgefa leikvanginn gegn Tottenham er eitthvað sem ég sé eftir,“ segir Ronaldo í viðtalinu við Morgan.
Hann ver þó ákvörðun sína og segir Ten Hag um að kenna.
„Á sama tíma fannst mér samt eins og Ten Hag væri að ögra mér. Ég er því miður ekki leikmaður sem kemur inn á í þrjár mínútur í leik.“