FIFA hefur ákveðið að gefa eftir eftir mikinn þrýsting frá yfirvöldum í Katar. Bjór verður bannaður á öllum völlum á HM í Katar.
Þrátt fyrir margra mánaða loforð um að bjóra og annað áfengi yrði selt á völlunum átta. Geta ensk blöð nú staðfest að svo verður ekki.
Eini staðurinn sem áfengi verður selt í kringum mótið verður á sérstöku stuðningsmannasvæði í miðborg Doha.
Þar kostar bjórinn rúmar 2 þúsund krónur, ljóst er að þessi tíðindi fara illa í bjórþyrst knattspyrnuáhugafólk sem er vant því að fá sér bjór á vellinum.
FIFA hafði þangað til í gærkvöldi lofað stuðningsmönnum að bjórinn yrði í boði á völlum mótsins en af því verður ekki.
Strangar reglur eru varðandi áfengi og notkun þess í Katar eitthvað sem margur gæti átt erfitt með venjast sem heimsækir mótið.