Cristiano Ronaldo lýsir yfir hrifningu sinni af Arsenal undir stjórn Mikel Arteta í viðtalinu umdeilda við Piers Morgan.
Seinni hluti viðtalsins var birtur í heild í gær og þar spurði Morgan Ronaldo hvort hann teldi að Arsenal myndi vinna deildina. Fjölmiðlamaðurinn er mikill stuðningsmaður liðsins.
„Ég vona það,“ svaraði Ronaldo og var Morgan steinhissa.
Svo hélt Portúgalinn áfram. „Ef það verður ekki Manchester United vona ég að það verði Arsenal, ég yrði ánægður með það.“
Ronaldo hrósar liðinu og stjóranum Arteta.
„Mér líkar við liðið, þjálfarann. Mér finnst þeir góðir,“ segir hann.
“I hope Arsenal win the League. Man United first, then Arsenal.”
“If Man United don’t win the Premier League I will be happy if Arsenal do.”
Cristiano Ronaldo admits he wants Arsenal to win the Premier League.
📺 Watch @PiersUncensored pic.twitter.com/qioaO3HFNr
— talkSPORT (@talkSPORT) November 17, 2022