Cristiano Ronaldo virðist vera klár í það að ganga í raðir PSG í janúar og spila þar með Lionel Messi.
Þetta er eitt af því sem kom fram í áhugaverðu viðtali hans við Piers Morgan, viðtalið hefur vakið heimsathygli.
Ronaldo gagnrýnir Manchester United það mikið í viðtalinu að enginn sér endurkomuleið fyrir hann hjá félaginu, líklega er það hans vilji líka að slíta þessu sambandi.
„Það getur allt gerst í fótbolta, hver veit,“ sagði Ronaldo þegar hann var spurður út í það að fara til PSG.
„Þeir myndu selja mikið af treyjum,“ sagði Ronaldo og dásamaði þar Lionel Messi sem hefur verið hans keppninautur um langt skeið.
„Hann er magnaður, í 16 ár höfum við verið með sviðið,“ sagði Ronaldo.