Cristiano Ronaldo heldur áfram að gera allt vitlaust eftir að ný brot úr viðtali hans við Piers Morgan birtast á netið.
Ronaldo ræddi að þessu sinni um hvað átti sér stað í sumar er ensk blöð orðuðu hann við mörg, mörg félög.
Talað var um að það væru fá lið sem hefðu efni á því að semja við Ronaldo og að tilboðin á borðinu væru fá.
Ronaldo staðfestir að honum hafi verið boðið 350 milljónir punda til að skrifa undir samning í Sádí Arabíu.
Hann hafði hins vegar ekki áhuga á að kveðja Man Utd á þessum tíma en ef tilboðið kæmi í dag væri niðurstaðan líklega önnur.
,,Ég var ánægður hérna og var ákveðinn í að eiga gott tímabil hér. Þeir halda áfram að endurtaka sig, að enginn vilji Ronaldo. Hvernig viltu ekki leikmann sem skoraði 32 mörk á síðustu leiktíð?“ sagði Ronaldo á meðal annars.
Hann segir að fréttamennskan í sumar hafi verið rusl og að hann hafi fengið tilboð frá mörgum félögum.
“I had many offers from clubs.”
“The garbage press say that nobody wanted me is completely wrong.”
“How don’t teams want a player who scored 32 goals last year?”
Cristiano Ronaldo says he turned down a £350m offer from Saudi Arabia.
📺 Watch @PiersUncensored pic.twitter.com/eJ9lYSAsd1
— talkSPORT (@talkSPORT) November 17, 2022