fbpx
Miðvikudagur 04.desember 2024
Pressan

Misnotaði fimmtán ára nemanda með sérþarfir – Sleppur ótrúlega vel vegna lagaúrræðis sem fæstir þekkja

Guðrún Gyða Eyþórs Árnadóttir
Fimmtudaginn 17. nóvember 2022 22:03

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ellen CadmanSmith, 24 ára móðir og starfsmaður í skóla á Isle of Wight í Bretlandi, hefur verið fund sek um að áreita og misnota 15 ára nemenda kynferðislega. Hún sleppur þó ótrúlega vel vegna lagaúrræðis sem afar sjaldan er gripið til í Bretlandi. 

CadmanSmith, sem hafði þann starfa að vinna með nemendum sem þurfa sérstakrar aðstoðar við vegna veikinda, hegðunarvanda eða námsörðugleika, sendi drengnum 3000 skilaboð á tveimur mánuðum.

Sum voru ástarjátningar, önnur kynferðislegs eðlis.

Skólinn sem CadmanSmith starfaði við frá árinu 2017, er talin með þeim bestu í Bretlandi.

Skólinn er talinn með þeim bestu í Bretlandi.

Mun aldrei biðjast afsökunar

Breska dagblaðið The Sun bankaði upp hjá CadmanSmith í gær og spurði hvort hún hygðist biðjast afsökunar. Hún neitaði því og þegar að blaðamaður ítrekaði spurningu sína og spurði hvort drengurinn ætti ekki skilið afsökunarbeiðni, gekk hún í burtu. Núverandi unnusti CadmanSmith, sem merkilegt nokk stendur stendur þétt við bak hennar, segir hana aldrei munu biðjast afsökunar á einu né neinu.

CadmanSmith var leiðbeinandi drengsins sem þarf á sértækri aðstoð að halda.

Í skilaboðum til hans segist hún vera „fallin fyrir honum, „að hann geri hana óða,“ „hún geti ekki hætt að hugsa um hann,“ og að „hún þrái hann.“ Í einum skilaboðanna segir hún drenginn „pottþétt vera rassamann” og „hún geti ekki hætt að hugsa um hvað hana langi til að gera með honum og við hann.“

Hún segir enn fremur víða að hún sé hálfnakin eða nakin við skilaboðaskrifin og fylgja „emoji” sem er ekki hægt að flokka öðruvísi en klámfengin.

Í einum skilaboðanna segist hún „ekki geta fengið hann og hann viti af hverju“ en í skilaboðum nokkrum dögum síðar biður hún drenginn um að hitta sig í bíl sínum á afskekktum stað.

Fágætt lagaúrræði notað

Málið komst upp þegar að móðir drengsins fylltist grunsemdum og skoðaði sima sonar síns. Sá hún þá fjölda kynferðislega skilaboða frá einhverjum sem kallaði sig E og hafði samband við lögreglu.

CadmanSmith var ákærð fyrir kynferðisbrot gegn barni en bar fyrir sig þunglyndi og kvíðaröskun.

Féllst dómari á að ekki yrði réttað yfir henni vegna meintra geðrænna kvilla en þess í stað gripið til lagaúrræðis sem afar sjaldan er notað í Bretlandi.

Eru þá ekki haldin hefðbundin réttarhöld heldur er kviðdómur fengin til að meta, á grunni sönnunargagna, hvort viðkomandi hafi ,,framið umræddan verknað” eins og það er kallað þar í landi.

Ferlið er einfalt, engir lögmenn er viðstaddir, hvorki saksóknari né verjandi. Sakborniningur er heldur ekki viðstaddur og enginn vitni kölluð til.

Sé þetta úrræði notað er sakborningur aftur á móti ávallt undanþegin refsiábyrgð á broti og þarf því ekki að sæta fangelsisvist.

Það tók kviðdóm aðeins þrjár mínútur að skila svari um að svo sannarlega hafi CadmanSmith framið umræddan verknað.

„Með blöðru á eggjastokkunum“

CadmanSmith byrjaði að áreita drenginn aðeins nokkrum dögum eftir að hún fékk hann starfa að vera honum til aðstoðar. Hún fékk hann til að hitta sig í bíl sínum, keypti handa honum hamborgara og gos, og lét hann lofa sér að minnast ekki á „sambandið” við nokkurn mann.

CadmanSmith var í sambandi á meðan á áreitinu stóð en þegar að því lauk sagðist hún vilja hitta drenginn á hóteli en „hafi blöðru á eggjastokkum og geti því aðeins gert það í sturtu.“

Ekki hefur verið gefið upp hvort konan fór í raun með drenginn á hótel né hversu langt skólastarfsmaðurinn í raun gekk.

Ellen Cadman-Smith.

Fangelsuð ef leitarsögu er eytt

Ellen CadmanSmith, sem á eins árs gamalt barn, má aldrei starfa framar með börnum né eiga samskipti við börn undir 16 ára aldri nema nánustu ættingja og þá aðeins að ábyrgir aðilar sé viðstaddir. Það á einnig við um öll rafræn samskipti.

Hún verður á lista yfir kynferðisafbrotamenn í fimm ár og er sætt að sækja meðferð ætlaða kynferðisafbrotamönnum.

CadmanSmith má eiga von á því að yfirvöld banki upp á og fari yfir tölvur hennar og síma með reglulegu millibili. Öll nettengd raftæki í hennar eigu hafa verið gerð upptæk og þeim eytt.

Cadman-Smith verður að tilkynna um kaup á öllum nettengdum tólum næstu fimm árin og á hún von á þungri refsingu komi í ljós að hún hafi eytt leitarsögu sinni á netinu.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Svona mörg egg er hægt að borða daglega án þess að það sé óhollt

Svona mörg egg er hægt að borða daglega án þess að það sé óhollt
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þetta eru krabbameinseinkenni sem þú getur uppgötvað þegar þú burstar tennurnar

Þetta eru krabbameinseinkenni sem þú getur uppgötvað þegar þú burstar tennurnar
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hugsanlega getur gervigreind komið í veg fyrir að flugfarþegar finni fyrir ókyrrð

Hugsanlega getur gervigreind komið í veg fyrir að flugfarþegar finni fyrir ókyrrð
Pressan
Fyrir 4 dögum

Stærsta lífvera jarðarinnar gæti hafa verið að stækka síðan fyrstu mennirnir yfirgáfu Afríku

Stærsta lífvera jarðarinnar gæti hafa verið að stækka síðan fyrstu mennirnir yfirgáfu Afríku
Pressan
Fyrir 5 dögum

Fjölskylda fraus í hel á leið sinni til Bandaríkjanna – Tveir sakfelldir vegna málsins

Fjölskylda fraus í hel á leið sinni til Bandaríkjanna – Tveir sakfelldir vegna málsins
Pressan
Fyrir 5 dögum

Bretar ósáttir við kostnaðinn við krýningarathöfn Karls konungs

Bretar ósáttir við kostnaðinn við krýningarathöfn Karls konungs