Manchester United er mögulega komið með nýjan Nemanja Vidic ef þú spyrð fyrrum leikmann liðsins, Dimitar Berbatov.
Sá leikmaður er Lisandro Martinez en hann kom til enska félagsins frá Ajax í sumarglugganum.
Það var mikið talað um hæð Martinez eftir komu hans til Englands en hingað til hefur hann staðið sig með prýði.
Vidic var magnaður í vörn Man Utd á sínum tíma og spilaði sem best við hlið Rio Ferdinand en þeir eru báðir hættir.
Berbatov segir að spilamennska Martinez minni sig á Vidic en þeir óttast ekkert sem mætir þeim á velli.
,,Lisandro Martinez, hann óttast ekki neitt, bara ekkert. Hann elskar að kasta sér í einvígi og á einhvern hátt á minnir hann mig á Vida,“ sagði Berbatov.
,,Hann setur allt á línuna þegar kemur að líkamanum og er tilbúinn að berjast fyrir félagið.“