Það var taumlaus gleði í Íþróttavikunni með Benna Bó á föstudagskvöld. Þátturinn er sýndur alla föstudaga og hefur notið vinsælda.
Einar Örn Jónsson, íþróttafréttamaður á RÚV og Bragi Þórðarson, Formúlu lýsandi voru gestir hjá Benna.
Í byrjun þáttarins fóru þeir yfir stóra Cristiano Ronaldo málið. „Það er hægt að segja svo margt, svo er maður bara orðlaus. Hvað gengur honum til, hvað vill hann fá út úr þessu?,“ segir Einar Örn Jónsson um málið.
„Er hann að reyna að losna frá United? Það eru aðrar leiðir til þess, það er furðulegt hvernig hann hefur höndlað stöðu sína.
Rætt var um að Piers Morgan hefði tekið viðtalið en hann er harður Arsenal maður líkt og Einar. „Hann er algjört niðurfall okkar,“ segir Einar.
Bragi tók þá til máls. „Það er fyrsta spurningin sem ég spyr mig? Til að koma með þessi orð, að fara til Piers Morgan. Hans fólk, valdi hann,“ sagði Bragi.
Umræðan er í heild hér að neðan.