Hannes Þór Halldórsson er gestur í nýjasta þætti Chess After Dark, þar sem hann fer vel yfir knattspyrnuferilinn.
Þessi fyrrum landsliðsmarkvörður Íslands var orðaður við hin ýmsu stórlið eftir frábæra frammistöðu á Evrópumótinu í Frakklandi 2016, sem og fleiri leikmenn íslenska liðsins.
„Væntingastjórnunin fór svolítið úr böndunum varðandi hvert við værum að fara,“ segir Hannes.
„Raggi (Ragnar Sigurðsson) var á leið í Liverpool. Ég átti bara að leika mér að því að spila í topp fimm deild nánast.“
Hannes bendir á hversu erfitt það er að vera markvörður og komast að í stórri deild í Evrópuboltanum.
„Bara það að spila í efstu deild í hvaða atvinnumannadeild var erfitt. Það var ekki beint raunhæft að vera að fara í eitthvað af stóru deildunum.“