Karlmaður í Texas í Bandaríkjunum hefur verið tekinn af lífi fyrir að myrða ólétta fyrrverandi kærustu sína og son hennar. Morðinginn, Stephen Barbee, var sakfelldur árið 2005 fyrir að hafa myrt Lisu Underwood og sjö ára son hennar Jayden. Hann kæfði mæðginin á heimili þeirra og gróf þau svo um 64 kílómetrum í burtu.
Barbee hafði viljað koma í veg fyrir að eiginkona hans kæmist að því að hans fyrrverandi kærasta, Lisa Underwood, væri þunguð, líklega af hans völdum. Lisa var komin sjö mánuði á leið og átti beyglustað sem hún hafði skýrt eftir syni sínum. Lögregla hóf að leita að henni og syni hennar eftir að vinir Lisu fóru að hafa áhyggjur í kjölfar þess að hún mætti ekki í steypiboð.
Barbee játaði til að byrja með. á sig ódæðið en tók svo játninguna til baka og hélt því fram að hann hefði verið þvingaður til játningar. Hann hefur síðan þá haldið fram sakleysi sínu og sagt að viðskiptafélagi hans hafi varpað á hann sök.
Barbee var sakfelldur fyrir morðin og hlaut dauðarefsingu sem var framfylgt á miðvikudag eftir að ítrekuðum beiðnum hans um frestun var hafnað.
Fjölskylda Lisu var viðstödd aftökuna og héldust. þar í hendur. Seinasta verk Barbee var að tala um kristna trú sína og þá von hans að vinir hans og fjölskylda yrðu ekki leið. Svo sagði hann sín síðustu orð:
„Ég er tilbúinn fangavörður. Sendu mig heim,“ sagði Barbee í gegnum tárin. „Ég vil bara að allir fái frið í sitt hjarta.“