fbpx
Fimmtudagur 03.apríl 2025
Fókus

Edda og Kristján voru vinir fyrst – „Ég var aldrei að fara að taka fyrsta skrefið út af Ómari mínum“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Fimmtudaginn 17. nóvember 2022 14:07

Edda og Kristján í þættinum.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Baráttukonan, hlaðvarpsstjórnandinn og rithöfundurinn Edda Falak og hennar betri helmingur, bardagakappinn Kristján Helgi Hafliðason, eru gestir vikunnar í Betri helmingurinn með Ása.

Edda hefur verið áberandi síðan hún haslaði sér völl á íslenskum hlaðvarpsmarkaði með þættinum Eigin konur. Þar vekur hún athygli á erfiðum málefnum og opnar umræðuna með því að fá til sín viðmælendur sem deila með henni reynslusögum sínum sem eru oft mjög átakanlegar.

Edda hefur einnig getið sér gott orð sem íþróttakona og áhrifavaldur. Hún gaf nýverið út sína fyrstu bók, Það sem ég hefði viljað vita.

Sjá einnig: Edda Falak sendir frá sér bók

Kristján er einn okkar allra besti glímukappi en hefur hann unnið til fjölda verðlauna á þeim vettvangi og nýlega tekin við stöðu yfirþjálfara hjá Mjölni.

Aðsend mynd.

Besti vinur bróður Eddu

Edda og Kristján vissu af hvoru öðru í mörg ár áður en þau byrjuðu saman.

„Ég var búinn að vera besti vinur bróður Eddu í svona sex ár,“ sagði Kristján.

„Edda bjó í Danmörku þannig ég var ekki búin að hitta hana það oft, reyndar vorum við saman í Mjölni fyrir löngu, þegar ég var fjórtán og hún tvítug […] Svo flutti hún heim og þá kynntumst við í gegnum Mjölni,“ sagði Kristján.

Ældi af stressi að keppa með Eddu

Stuttu eftir að Edda flutti heim var CrossFit-mót í Mjölni. Hana vantaði einhvern til að keppa með sér og var bent á Kristján, sem var heldur betur til í að taka þátt, enda er Edda gríðarlega öflug íþróttakona.

Kristján átti þó í einhverju basli og þurfti að bregða sér frá á miðju móti til að kasta aðeins upp og endaði Edda á því að klára mótið ein. Þau sigruðu því miður ekki mótið. Það var þó nokkru síðar að þau fóru að stinga saman nefjum, fyrst urðu þau vinir áður en rómantíkin tók völdin.

Edda tók fyrsta skrefið

Aðspurð um hvort þeirra hafi tekið fyrsta skrefið svaraði Kristján strax: „Það var Edda.“

Hann útskýrði nánar að ástæðan hafi verið vinátta hans við bróður Eddu. „Ég var aldrei að fara að taka fyrsta skrefið út af Ómari mínum,“ sagði hann.

Ástin blómstraði og hafa þau núna verið saman í um tvö ár.

„Við erum mjög ólík. Ég er aðeins ofvirkari og hann rólegri. Ég þarf einhvern sem heldur mér á jörðinni,“ sagði Edda.

Í þættinum fer Ási um víðan völl með parinu. Þau ræða meðal annars bókina og hvernig hún kom til, réttlætiskenndina og kveikjunni af hlaðvarpinu, glímuferilinn, rómantíkina og margt fleira ásamt því að deila skemmtilegum sögum úr þeirra sambandstíð, þeirra á meðal skiptið sem Edda bað um ansi sérstakt óskalag í tíma hjá Kristjáni.

Hlustaðu á þáttinn á Spotify eða hér að neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Fagna tíu ára afmæli vinsælustu plötunnar með útgáfu og tónleikum – „Gerði Dimmu að því sem hún hefur verið“

Fagna tíu ára afmæli vinsælustu plötunnar með útgáfu og tónleikum – „Gerði Dimmu að því sem hún hefur verið“
Fókus
Í gær

Starfsmenn Hallgrímskirkju ráku upp stór augu í morgun

Starfsmenn Hallgrímskirkju ráku upp stór augu í morgun
Fókus
Fyrir 2 dögum

Ragnhildur birti nýja sjálfsmynd sem er „dæmi um konu eins og hún kemur af kúnni“

Ragnhildur birti nýja sjálfsmynd sem er „dæmi um konu eins og hún kemur af kúnni“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Gísli segist hafa beðið um að fara á staði handan jarðar – Lýsir því og þeim sem hann sá

Gísli segist hafa beðið um að fara á staði handan jarðar – Lýsir því og þeim sem hann sá
Fókus
Fyrir 3 dögum

Stefán Einar og Sara selja í Urriðaholti – Myndir

Stefán Einar og Sara selja í Urriðaholti – Myndir
Fókus
Fyrir 3 dögum

Unnur birti tvær myndir – Ótrúlegur árangur á tveimur árum

Unnur birti tvær myndir – Ótrúlegur árangur á tveimur árum
Fókus
Fyrir 4 dögum

Viðvarandi óviðeigandi daður getur haft alvarlegar afleiðingar

Viðvarandi óviðeigandi daður getur haft alvarlegar afleiðingar
Fókus
Fyrir 4 dögum

Katrín missti af milljón þegar gamalt myndband sló í gegn

Katrín missti af milljón þegar gamalt myndband sló í gegn