Það var 33 stiga hiti í Doha í Katar þegar enska landsliðið fór á æfingu en mótið fer af stað á sunnudag.
Enska liðið spilar sinn fyrsta leik á mánudag þegar liðið mætir Íran, leikur sem krafist er að enska landsliðið vinni.
25 af 26 leikmönnum liðsins tóku þátt í æfingu liðsins í dag en eftir upphitun yfirgaf James Maddison svæðið.
Maddison meiddist um liðna helgi í leik með Leicster og þarf að fara varlega næstu daga.
Meiðslin eru í hné en Maddison kom sér inn í hópinn með frábæri frammistöðu með Leicester undanfarnar vikur.