Samkvæmt Mike Keegan blaðamanni í Manchester eru forráðamenn Manchester City furðulostnir yfir ummælum Cristiano Ronaldo í viðtali við Piers Morgan.
Ronaldo segir þar frá því að hann hafi ákveðið að hafna Manchester City sumarið 2021 til þess að snúa aftur til Manchester United.
Við þetta vilja forráðamenn City ekki kannast og samkvæmt heimildum Keegan sem er vel tengdur í Manchester passar þetta ekki.
Þar segir að City hafi ákveðið að hætta að semja við Ronaldo og var ástæðan sú að félagið óttaðist að koma hans myndi trufla aðra leikmenn liðsins.
Þetta er sama ástæða og Thomas Tuchel notaði í sumar þegar Chelsea skoðaði að fá hann.
Raised eyebrows at Manchester City over Cristiano Ronaldo’s claims. Doesn’t tally with their recollection. Told decision to withdraw was theirs, not his. Similar to Tuchel’s later stance at Chelsea. A distraction not needed in a dressing room already packed with winners. #mcfc
— Mike Keegan (@MikeKeegan_DM) November 17, 2022