Gary Cahill, fyrrum leikmaður Chelsea, hefur lagt skóna á hilluna 36 ára gamall.
Þetta staðfesti Cahill sjálfur en hann er 36 ára gamall og hefur verið án félags síðan á síðasta tímabili.
Cahill lék með Chelsea frá 2012 til 2019 og vann Meistaradeildina sem og tvo deildarmeistaratitla.
Cahill lék síðast með Bournemouth 2021-2022 og spilaði þá 22 deildarleiki án þess að skora mark.
Fyrir það lék varnarmaðurinn með Crystal Palace en hann samdi við félagið 2019 eftir að hafa leikið með einmitt Chelsea.
Cahill lék 61 landsleik fyrir England á sínum tíma en hefur nú ákveðið að segja þetta gott.