Youtube-stjarnan IShowSpeed er einhver almesti aðdáandi Cristiano Ronaldo í heimi.
Helsti draumur hins sautján ára Speed er að hitta portúgalska átrúnaðargoð sitt. Hann ferðaðist nýlega frá Bandaríkjunum til Englands til að sjá Ronaldo í leik Manchester United gegn Aston Villa.
Ronaldo var hins vegar ekki með í leiknum. Hann hefur verið í umræðunni undanfarið eftir umdeilt viðtal við Piers Morgan.
Nýlega fóru vinir Speed ansi illa með hann. Þá fengu þeir tvífara Ronaldo með sér í lið og lugu að honum að þetta væri hinn eini sanni.
Speed trúði þessu algjörlega og hneig niður á kné þegar hann sá manninn.
Myndband af þessu sprenghlægilega atviki má sjá hér að neðan.
Speed finally meets Ronaldo 💀
pic.twitter.com/hSUOntlhQu— Speedy Updates (@SpeedUpdates1) November 16, 2022