Declan Rice miðjumaður enska landsliðsins tók tóma tösku með sér tli Katar, hann vonast til þess að bikarinn eftirsótti verði í töskunni þegar haldið verður heim.
Enska landsliðið kom til Katar í fyrradag en liðið leikur sinn fyrsta leik á mánudag gegn Íran.
Enska landsliðið fór í undanúrslit á síðasta Heimsmeistaramóti og ætlar liðið sér lengra í ár.
„Það er ekkert í þessari tösku, þessi er auka,“ segir Rice þegar hann var spurður út í tómu töskuna.
„Vonandi fer bikarinn með mér heim í þessari,“ segir þessi öflugi miðjumaður en mótið verður sett á sunnudag.