fbpx
Föstudagur 04.apríl 2025
Pressan

Fundu mörg þúsund kílómetra langar ár undir ísnum á Suðurskautinu

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 20. nóvember 2022 18:00

Frá Suðurskautinu.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þegar Suðurskautið er nefnt þá dettur flestum eflaust í hug snjór, ís og kuldi og jafnvel vindur. Þannig lítur það út á yfirborðinu en undir ísnum er allt annar og öðruvísi heimur.

Það eru margir áratugir síðan vísindamenn uppgötvuðu að undir ísnum á Suðurskautinu er mikið vatn, eiginlega falin stöðuvötn. Lengi var talið að þessi vötn væru aðskilin en síðan byrjaði fólk að hugleiða hvort einhverskonar tenging gæti verið á milli þeirra.

Nú hefur þessum vangaveltum verið svarað. Með því að nota flugratsjár og reiknilíkön tókst vísindamönnum að kortleggja hvað gerist undir ísnum.

Niðurstaðan er að stórt net áa er undir ísnum, þær tengja vötnin saman. Eru þær samtals mörg þúsund kílómetrar að lengd.

Martin Siegert, hjá Imperial College í Lundúnum, segir í fréttatilkynningu frá skólanum að nú séum við að byrja að skilja þau kerfi sem eru undir ísnum.

Ein áin er 460 km að lengd.

Vísindamenn telja hugsanlegt að þessar leyndu ár geti hjálpað okkur að finna svör við mikilvægum spurningum varðandi loftslagsmálin. Norska ríkisútvarpið skýrir frá þessu. Fram kemur að vonast sé til að árnar geti varpað ljósi á hvernig ísinn á Suðurskautinu bráðnar og hversu hratt hann bráðnar.

Það er munur á hvernig ísinn bráðnar á Suðurskautinu og á norðurheimsskautasvæðinu. Á sumrin getur hitinn á Grænlandsjökli orðið svo hár að yfirborð hans bráðnar en slíkt gerist ekki á Suðurskautinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Lést á voveiflegan hátt skömmu eftir að hafa lent í bílslysi

Lést á voveiflegan hátt skömmu eftir að hafa lent í bílslysi
Pressan
Í gær

Elon Musk tapaði kosningunum sem hann reyndi að kaupa – Eyddi gífurlegum peningum en gerði líklega illt verra

Elon Musk tapaði kosningunum sem hann reyndi að kaupa – Eyddi gífurlegum peningum en gerði líklega illt verra
Pressan
Fyrir 2 dögum

Gæsun breyttist í martröð fyrir 27 ára tilvonandi brúði

Gæsun breyttist í martröð fyrir 27 ára tilvonandi brúði
Pressan
Fyrir 2 dögum

Yfirmaður bólusetninga í Bandaríkjunum hættir störfum

Yfirmaður bólusetninga í Bandaríkjunum hættir störfum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Óhugnaður í Þýskalandi: Dauðaleit stendur yfir að sex ára dreng

Óhugnaður í Þýskalandi: Dauðaleit stendur yfir að sex ára dreng
Pressan
Fyrir 3 dögum

Elon Musk reynir að múta kjósendum og kvartar undan gagnrýni í sinn garð – „Hver gleðst yfir svona?“

Elon Musk reynir að múta kjósendum og kvartar undan gagnrýni í sinn garð – „Hver gleðst yfir svona?“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Nostradamus nútímans með hrollvekjandi spá – Heimsstyrjöld og herkvaðning

Nostradamus nútímans með hrollvekjandi spá – Heimsstyrjöld og herkvaðning
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hún var kölluð Lafði Dauði

Hún var kölluð Lafði Dauði